Þægileg sjónvarpsfjarstýring með stórum, litríkum tökkum til að slökkva, hækka og lækka og skipta um stöð. Þarf eitthvað meira?
Memo24 fjarstýringin getur komið í stað tveggja, hægt er að sameina skipanir úr sjónvarpsfjarstýringu og myndlykilsfjarstýringu til að einfalda lífið fyrir þau sem þess þurfa, jafnvel börnin á laugardagsmorgnum!
Auðvelt er að forrita skipanir í nýju fjarstýringuna með leiðbeiningunum sem fylgja.
Hinar fjarstýringarnar halda samt áfram að virka svo aðrir fjölskyldumeðlimir geta alltaf gripið inn í þegar gefa þarf græjunum flóknari skipanir. En dagsdaglega dugar þessi einfalda fjarstýring sem fer betur í hendi en margar aðrar og takkarnir eru í áberandi litum á ljósum grunni.
Tvær AAA rafhlöður fylgja.