The Able Label
The Able Label er lítið, breskt fatamerki þar sem lögð er áhersla á að fötin séu vönduð, falleg og þægileg að klæðast í og úr. Stofnandi The Able Label, Katie Ellis, fór að hanna fötin til að hjálpa ömmu sinni sem var með Parkinson sjúkdóminn og kvartaði yfir því að geta ekki klætt sig nema með hjálp eiginmannsins. Katie fór því að þróa klæðileg föt án hnappa, rennilása eða óla; flíkur sem þyrfti ekki endilega að smeygja yfir höfuðið eða væru úr auðteygjanlegu efni til að þægilegra sé að fara í og úr ermunum.
Fötin frá The Able Label henta því fólki sem glíma daglega við margvíslegar áskoranir, t.d. handskjálfta, kreppta fingur eða útlimavöntun, sem og hreyfiskerðingu og verkstol vegna heilabilunar, taugahrörnunarsjúkdóma, gigtar o.s.frvs. Einnig henta fötin eftir skurðaðgerðir og tímabundin veikindi og fólki með óþolinmóða þvagblöðru.
Vinsælast
Tabatha - stuttermabolur
Þægilegur stuttermabolur fyrir konur, úr 100% bómull, sem er opinn að framan með riflás til að þægilegra sé klæða sig í og úr. Nokkrir litir.
Rakadrægar nærbuxur
Þægilegar, háar nærbuxur úr 100% bómull, með fóðruðu fram- og bakstykki sem nær frá streng að streng. Öruggar buxur fyrir þvagleka, halda allt að 350 ml.
Aubrey - síðbuxur
Þægilegar síðbuxur fyrir karla með teygju í mittið og klauf með riflás. Fljótlegt og þægilegt að klæða sig í og úr buxunum, en buxnahnappurinn er bara til skrauts.
Kvennalínan
Gentle Grip
Sokkarnir frá breska fyrirtækinu Gentle Grip halda þrútnum fótum hlýjum án þess að þrengja að þeim, stroffin eru eftirgefanleg og skerast ekki í ökklann, en sokkarnir haldast þó uppi. Eins eru sokkarnir sérstaklega víðir og táin rúmgóð og auðteygjanleg.
Hægt er að fá sérstaka sokka fyrir sykursjúka, með mjúkri fóðringu á ilinni, sem og fyrir fólk sem þjáist af sogæðabólgu en efnið í þeim sokkum teygist ótrúlega mikið.
Eins framleiðir Gentle Grip sokka með stamri il, bæði hlýja vetrarsokka og náttsokka.